Frávísun kæru til úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga. Ákvörðun á 1. stjórnsýslustigi liggur ekki fyrir. Mál nr. 21/2006.
Nr. 21 - 2007
Frávísun
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Mál nr. 21/2007
Reykjavík, 18. maí 2007.
Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða tók fyrir á fundi sínum þann 18. maí 2007 kæru yðar dags. 4. maí 2007. Nefndin ákvað að vísa kæru yðar frá þar sem ákvörðun Vinnumálastofnunar Greiðslustofu í máli yðar liggur ekki fyrir. Yður hefur einungis verið sent andmælabréf, þ.e. yður hefur verið gefinn kostur á að koma á framfæri nánari útskýringum á starfslokum yðar hjá G ehf. þann 10. janúar sl. Í vinnuveitandavottorði G sagði að yður hefði verið sagt upp vegna óstundvísi. Kæra yðar var send Vinnumálstofnun Greiðslustofu, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, og skoðast sem andmæli yðar. Yður er eftir sem áður heimilt að kæra ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga þegar hún liggur fyrir.
F.h. úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða
Þórey Aðalsteinsdóttir, lögfr.
Til baka