Greiðslur atvinnuleysisbóta hefjist fyrst að loknu áunnu óteknu orlofi, fellt úr gildi.
Nr. 56 - 2003

 

 

 

Úrskurður

 

Hinn 23. júní 2003 kvað úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta upp svohljóðandi úr­skurð í máli nr. 56/2003.

 

 

Máls­at­vik og kæru­efni

 

 

1.

 

Á fundi sínum þann 19. maí 2003 ákvað úthlutunar­nefnd at­vinnu­leysis­bóta nr. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið að samþykkja umsókn B um atvinnuleysisbætur.   Með vísan til þess að hann ætti 24 daga ótekið orlof við starfslok og að ekki hafi komið fram í umsókn hans hvenær hann ætlaði í sumarfrí, ákvað úthlutunarnefndin að greiðslur atvinnuleysisbóta hæfust fyrst að loknum 24 skráningardögum hjá svæðisvinnumiðlun. 

 

2.

 

B kærði ákvörðun úthlutunarnefndar með bréfi dags. 5. júní 2003.  Í bréfi sínu segist hann ekki hafi verið á neinum launum tímabilið 1. til 12. maí s.l.  Hann sé að fara að byrja í nýju starfi  í F.  Hann hyggist ekki fara í orlof fyrr en í júlímánuði 2003.  Þá fái hann greitt orlof frá sínum fyrri vinnuveitanda sem er M.  B telur að í reglugerð um greiðslu atvinnuleysisbóta nr. 545/1997  komi skýrt fram að hann eigi hann fullan rétt á atvinnuleysisbótum tímabilið 1. til 12. maí 2003 þar sem hann var hvorki á launum né hafi fengið orlofsgreiðslur fyrir þann tíma og hafi ákveðið að taka orlof sitt síðar.

 

 

 

Niður­staða

 

1.

 

Í 1. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 12/1997 er kveðið á um að launamenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar, sem verða atvinnulausir, eigi rétt á bótum úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt því sem fyrir er mælt í lögunum, enda séu þeir í atvinnuleit og fullfærir til vinnu.

Samkvæmt 2. gr. laga um atvinnuleysistryggingar eiga einstaklingar sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum rétt á atvinnuleysisbótum:

1.      Eru orðir 16 ára að aldri en yngri en 70 ára.

2.      Eru búsettir hér á landi eða hafa fengið leyfi til atvinnuleitar í EES-landi.

3.      Hafa óbundna heimild til þess að ráða sig til vinnu hér á landi.

4.      Hafa á síðustu tólf mánuðum unnið samtals í a.m.k. 10 vikur miðað við fullt starf í tryggingagjaldsskyldri vinnu en hlutfallslega lengri tíma ef um hlutastarf hefur verið að ræða, sbr. þó 17. gr. Norðurlandasamnings um almannatryggingar, sbr. lög nr. 46/1993. 

5.      Hafa í upphafi bótatímabils verið skráðir sem atvinnulausir í þrjá daga samfellt.

6.      Eru reiðubúnir að ráða sig til allra almennra starfa.

 

 2.

 

Samkvæmt 18. gr. reglugerðar nr. 545/1997 um greiðslu atvinnuleysisbóta á umsækjandi um atvinnuleysisbætur sem á kröfu um laun í uppsagnarfresti á hendur vinnuveitanda sem ekki hefur verið úrskurðarður gjaldþrota ekki rétt á atvinuleysisbótum fyrr en uppsagnarfrestur er liðinn.

 

 3.

 

            Þá almennu viðmiðun ber að hafa að leiðarljósi að umsækjandi um atvinnuleysisbætur á ekki rétt á atvinnuleysisbótum fyrir sama tímabil og hann fær greidd laun frá vinnuveitanda sínum, s.s. vegna ótekins orlofs launa við starfslok eða launa í uppsagnarfresti.  Á umsækjandi ekki rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en það tímabil sem greiðslan er fyrir eð liðin.  Umsækjandi um atvinnuleysisbætur getur þó ákveðið að taka orlof sitt síðar á orlofstímanum.  Hann getur því valið á milli þess að greiðslu atvinnuleysisbóta sé frestað strax í jafnmarga daga og sem nemur fjölda orlofsdaganna eða að tiltaka hvenær á orlofstímabilinu hann hyggst fara í frí.

 

Fyrir liggur í málið þessu að kærandi hafði ákveðið að fara í orlof í júlímánuði 2003.   Þá fái hann og greidda orlofspeninga frá fyrrum atvinnuveitanda sínum.  Það er mat úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta að samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar eigi kærandi rétt á að ákveða hvenær á orlofstímanum hann tekur út sinn orlofsrétt og að hann eigi rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta á þeim tíma sem hann er ekki að fá neinar greiðslur vegna ótekins orlofs eða laun í uppsagnarfresti að uppfylltum öðrum skilyrðum laga um atvinnuleysistryggingar.   Að teknu tilliti til þessa og til málsástæðna allra er það niðurstaða úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta að fella beri ákvörðun úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta um að bótaréttur kæranda hefjist fyrst að liðnum 24 skráningardögum hjá vinnumiðlun sem samsvara óteknu orlofi kæranda úr gildi.

 

Úr­skurðar­orð:

 

 

Úrskurðarorð hljóðar svo:  Ákvörðun úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta nr. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið frá 19. maí 2003 um að greiðslur atvinnuleysisbóta til B hefjist fyrst að loknu óteknu áunnu orlofi, er felld úr gildi.

 

 

Úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta

 

 

Þuríður Jónsdóttir

Formaður

 

Árni Benedikts­son                                Benedikt Davíðs­son

Til baka

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni