Bótaréttur námsmanns sem hættir námi á miðri önn fyrst við annarlok
Nr. 7 - 2003

Úrskurður

 

Hinn 29. janúar 2003 kvað úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta upp svohljóðandi úr­skurð í máli nr. 7/2003.

 

Máls­at­vik og kæru­efni

 

1.

            Úrhlutunarnefnd atvinnuleysisbóta á Norðurlandi eystra samþykkti á fundi sínum þann 26. nóvember 2002 umsókn B um atvinnuleysisbætur.  Með vísan til 5. tölul. 5. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 12/1997, sem kveður á um það að nemendur sem hætta námi fyrir lok námsannar eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum þann tíma sem eftir stendur af námsönn, sbr. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 545/1997 um greiðslu atvinnuleysisbóta,  var fyrstu greiðslu hins vegar frestað til 18. desember, sem er dagsetning annarloka hjá X-skólanum á Akureyri.

 

2.

            B kærði ákvörðun úthlutunarnefndar með bréfi dags. 19. desember s.l.  Í kæru sinni fer hann fram á að fá greiddar atvinnuleysisbætur frá 5. nóvember s.l. er hann byrjaði að skrá sig hjá vinnumiðlun. Í bréfinu segist hann hafa hætt næmi þar sem hann hafi ekki treyst sér til að vera einn á A.  Í bréfi móður hans til úthlutunarnefndar, ódagsettu, segir að brotthvarf hans úr skólanum hafi fyrst og fremst stafað af því að eldri bróðir hans sem hafi leigt með honum húsnæði á A hafi fengið vinnu og flutt burt.  B hafi farið að eiga erfitt svona einn, þetta hafi orðið honum um megn og hann hafi þar að leiðandi flosnað upp úr skóla.  Einnig hafi komið upp að hann vildi ekki vera í leikfimi í skólanum þar sem hann væri þykkur en undanþága hafi ekki fengist.  Brotthvarfið mætti samkvæmt móður B skýra sem samspil sálarlegs og líkamlegs atgervis. 

 

 


 

Niður­staða

 

1.

Sam­kvæmt 1. mgr. 1. gr. laga um at­vinnu­leysis­tryggingar nr. 12/1997, eiga launa­menn og sjálf­s­tætt starf­andi einstaklingar, sem verða at­vinnu­lausir, rétt á bótum úr At­vinnu­leysis­trygginga­sjóði, enda séu þeir í at­vinnu­leit og full­færir til vinnu. Í 2. gr. laganna eru sett fram þau lág­marks­skil­yrði sem um­sækjandi um at­vinnu­leysis­bætur verður að upp­fylla til að eiga bóta­rétt sam­kvæmt lög­unum en þar segir orð­rétt:

 

Rétt til bóta sam­kvæmt lögum þessum hafa þeir sem full­nægja eftir­töldum skil­yrðum, sbr. þó 5. gr.:

1.                   Eru orðnir 16 ára að aldri en yngri en 70 ára.

2.                   Eru bú­settir hér á landi eða hafa fengið leyfi til at­vinnu­leitar í EES-landi.

3.                   Hafa óbundna heimild til þess að ráða sig til vinnu hér á landi.

4.                  Hafa á síðustu tólf mánuðum unnið sam­tals í a.m.k. 10 vikur miðað við fullt starf í trygginga­gjalds­skyldri vinnu en hlut­falls­lega lengri tíma ef um hluta­starf hefur verið að ræða, sbr. þó 17. gr. Norður­landa­samnings um al­manna­tryggingar, sbr. lög nr. 46/1993. Til að finna vinnu­fram­lag sjálf­s­tætt starf­andi skal miðað við skil á trygginga­gjaldi af reiknuðu endur­gjaldi síðustu tólf mánuði. Til að finna vinnu­fram­lag sjó­manna skal telja fjölda lög­skráningar­daga. Mánaðar­vinna sjó­manna telst 21,67 lög­skráningar­dagar.

5.                  Hafa í upp­hafi bóta­tíma­bils verið skráðir sem at­vinnu­lausir í þrjá daga sam­fellt.

6.                   Eru reiðubúnir að ráða sig til allra almennra starfa.

            Við ákvörðun bóta sam­kvæmt framan­greindu teljast ekki með þeir dagar er maður hefur verið í verk­falli eða verk­bann tekur til.

 

2.

Í 5. gr. reglu­gerðar um greiðslu at­vinnu­leysis­bóta nr. 545/1997, er kveðið á um að náms­menn eigi ekki rétt á at­vinnu­leysis­bótum sam­hliða námi sem stundað er á venju­legum dag­vinnu­tíma, nema annað leiði af samningi um starfs­leita­r­á­ætlun, sbr. 15. gr. laga um vinnu­markaðs­að­gerðir.

 

Þá segir í 5. tölul. 5. gr. laga um at­vinnu­leysis­tryggingar, að þeir skuli ekki eiga rétt á at­vinnu­leysis­bótum sem hætta námi fyrir lok nám­s­annar. Í ákvæði þessu er kveðið á um að stjórn At­vinnu­leysis­trygginga­sjóðs sé heimilt að setja reglur um, að þeir sem hætta námi fyrir lok nám­s­annar skuli undir sér­stökum kring­um­stæðum eiga bóta­rétt. Kveðið er á um slíka undan­þágu í 6. gr. reglu­gerðar um greiðslu at­vinnu­leysis­bóta nr. 545/1997, en þar segir orð­rétt:

 

Ef náms­maður sem hefur áunnið sér rétt til bóta hverfur frá námi á hann ekki rétt til bóta þann tíma sem eftir stendur af nám­s­önn.

Út­hlutunar­nefnd at­vinnu­leysis­bóta er þó heimilt að veita undan­þágu frá þessu, ef veru­leg breyting hefur orðið á fjöl­skyldu­högum eða fjár­hags­stöðu sem valdið hafa því að hann hætti námi, sbr. 5. tölul. 5. gr. laga um at­vinnu­leysis­tryggingar.

 

Að mati úr­skurð­ar­n­efndar at­vinnu­leysis­bóta ber að túlka framan­greint ákvæði sam­kvæmt orðanna hljóðan á þá vegu að viður­lögum sam­kvæmt því verði að­eins beitt þegar um­sækjandi um at­vinnu­leysis­bætur hættir á miðri nám­s­önn. Hafi hann lokið nám­s­önn og sæki þá fyrst um at­vinnu­leysis­bætur á ákvæðið ekki við. Þá verður ákvæði 5. gr. áður­nefndrar reglu­gerðar um greiðslu at­vinnu­leysis­bóta, ekki beitt um þá einstaklinga sem stunda nám utan venju­legs dag­vinnu­tíma.

 

3.

Í 22. gr. lögum um fram­halds­skóla nr. 80/1996, er kveðið á um að í hverjum skóla skuli gefa út skóla­nám­s­krá þar sem gerð er grein fyrir náms­fram­boði, lengd og inni­haldi náms­á­fanga og skiptingu náms­greina á nám­s­annir og/eða nám­s­ár. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá X-skólanum á A var B nemandi við skólann tímabilið 26. ágúst 2002 til 28. október 2002.  Samkvæmt upplýsingum skólans lauk önninni hins vegar ekki fyrr en 18. desember s.á.

 

4.

Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 545/1997 um greiðslu atvinnuleysisbóta á námsmaður, sem hefur áunnið sér rétt til bóta, ekki rétt til bóta þann tíma sem eftir stendur af námsönn ef hann hverfur frá námi.  Samkvæmt 2. mgr.  6. gr. er heimilt að veita undanþágu frá þessu ef veruleg breyting á fjölskylduhögum eða fjárhagsstöðu hefur valdið því að hann hætti námi.  Samkvæmt móður kæranda hætti hann í skóla vegna samspils líkamlegs og andlegs atgervis.  Hann leigði húsnæði með eldri bróður sínum og þegar bróðirinn fékk vinnu annars staðar og flutti burtu fór kærandi að eiga erfitt og hafi flosnað upp úr skóla.  Einnig hafi hann ekki viljað vera í leikfimi vegna líkamsþyngdar sinnar en ekki fengið undanþágu.

Að mati úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta falla ofangreindar skýringar ekki undir undanþáguheimild 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 545/1997 um greiðslu atvinnuleysisbóta þar sem skýringar þessar teljast ekki vera verulegar breytingar á fjölskylduhögum eða fjárhagsstöðu.  Með vísan til framan­ritaðs er úr­skurður út­hlutunar­nefndar at­vinnu­leysis­bóta á Norðurlandi eystra um frestun á fyrstu greiðslu atvinnuleysisbóta kæranda til annarloka í X-skólanum á A staðfestur.

 

 

Úr­skurðar­orð:

 

Úr­skurður út­hlutunar­nefndar at­vinnu­leysis­bóta á Norðurlandi eystra frá 26. nóvember um frestun á fyrstu greiðslu atvinnuleysisbóta B til 18. desember 2002 er staðfestur.

 

Úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta

 

Frið­jón Guðröðarson

for­maður

Árni Benedikts­son                                 Benedikt Davíðs­son

 

 

 

 

Til baka

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni