Hæfnisviðmið

Vinnumálastofnun á í góðu samstarfi við fjölda þjónustuaðila um land allt um kaup á þjónustu fyrir atvinnuleitendur. 

Úrræði sem Vinnumálastofnun kaupir af þjónustuaðilum fyrir atvinnuleitendur eru mikilvægur þáttur í að viðhalda virkni og vellíðan þeirra og færa þá nær vinnumarkaði sem er alltaf markmið þeirra sem eru án vinnu og að leita sér að atvinnutækifærum.  

Vinnumálastofnun setur sér viðmið- hæfniskröfur og þeir aðilar sem uppfylla þau, eru samþykktir fræðsluaðilar og er stofnuninni heimilt að kaupa af þeim námsúrræði.  Hæfniskröfur eru unnar út frá ýmsum þáttum m.a. frá þeim ramma sem stjórnvöld hafa sett stofnuninni ásamt samsetningu hóps atvinnuleitenda út frá menntun, aldri og þjóðerni.   

Allir vottaðir fræðsluaðilar falla undir hæfniskröfur stofnunarinnar og því heimilt að kaupa af þeim námsúrræði. 

Hæfnisviðmið samþykktra þjónustuaðila og nauðsynleg fylgigögn þegar gerð eru tilboð – helstu hópar: 


Íslenskunámskeið:

  • Tveggja ára starfsreynsla að lágmarki er viðmið en þó má gera undantekningar vegna sérstakra aðstæðna. 
  • Ferilskrá ef um einstaklinga er að ræða 
  • Prófskírteini ef um einstaklinga er að ræða 
  • Staðfesting á viðeigandi menntun og sérþekkingu  
  • Starfsleyfi 
  • Skráning í fyrirtækjaskrá hjá Ríkisskattstjóra  

Sjálfstyrking:

  • Tveggja ára starfsreynsla að lágmarki 
  • Ferilskrá ef um einstakling er að ræða 
  • Prófskírteini ef um einstakling er að ræða 
  • Staðfesting á viðeigandi menntun og sérþekkingu  
  • Starfsleyfi ef því er til að dreifa s.s. þegar um lögverndaðar starfstéttir er að ræða 
  • Skráning í fyrirtækjaskrá hjá RSK 
  • Vottun þar sem það á við s.s. markþjálfar þurfa að leggja fram ACC/PCC vottun 

Starfsleitar- og hvatningarnámskeið:

  • Tveggja ára starfsreynsla að lágmarki 
  • Ferilskrá og prófskírteini  
  • Staðfesting á viðeigandi menntun og sérþekkingu    
  • Skráning í fyrirtækjaskrá hjá RSK 

 

Starfstengd námskeið/nám:

  • Tveggja ára starfsreynsla að lágmarki 
  • Staðfesting á viðeigandi menntun og sérþekkingu 
  • Starfsleyfi frá fagráðuneyti 
  • Skráning í fyrirtækjaskrá hjá RSK 

Tölvunámskeið:

  • Tveggja ára starfsreynsla að lágmarki 
  • Ferilskrá  
  • Prófskírteini ef um einstaklinga er að ræða 
  • Staðfesting á viðeigandi menntun og sérþekkingu 
  • Skráning í fyrirtækjaskrá hjá RSK 

 


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni