Val og kaup á úrræðum 

Nokkrir þættir hafa áhrif á val og kaup úrræða en það eru einkum lög og reglugerðir, atvinnuástand og samsetning vinnumarkaðarins ásamt samsetningu hóps atvinnuleitenda.   

Vinnumálastofnun framkvæmir þarfagreiningu meðal atvinnuleitenda og leggur einnig mat á þarfir hópsins m.t.t. samsetningar hans út frá menntun, aldri og þjóðerni. 

Vinnumálastofnun auglýsir eftir tilboðum í námskeið þegar þurfa þykir.  Vinnumálastofnun auglýsir í júní 2024 eftir tilboðum. 

Almennt er opnað fyrir tilboð frá fræðsluaðilum tvisvar á ári og gildir það annarsvegar fyrir vorönn og hinsvegar fyrir haustönn.   

Vorönn: 

Í aprílmánuði er opið fyrir tilboð frá fræðsluaðilum á vef Vinnumálastofnunar.   

Haustönn: 

Í októbermánuði er opið fyrir tilboð frá fræðsluaðilum á vef Vinnumálastofnunar.     

Þau námskeið sem keypt eru á grunni tilboðs eru ætluð öllum þjónustuskrifstofunum. Því til viðbótar getur hver og ein þjónustuskrifstofa keypt sérstaklega úrræði sem hentar hennar svæði og hefur þá til viðmiðunar sömu sjónarmið og liggja að baki almenna tilboðinu.  Þá er stuðst að sama skapi við hæfnisrammann sem er notaður í almenna tilboðinu sem og matsrammann.  Ástæðan fyrir undantekningunni er sú helst að landsvæðin eru ólík m.t.t. samsetningar vinnumarkaðarins. Því þarf stundum sértæk námskeið fyrir ólíkar þarfir svæðanna.   

Þessu til viðbótar geta þjónustuskrifstofurnar keypt pláss á námskeiðum sem haldin eru fyrir fleiri hópa en atvinnuleitendur 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni