Tilboð í virkni og námsúrræði

Vinnumálastofnun auglýsir eftir tilboðum í virkni-og námsúrræði fyrir alla atvinnuleitendur á skrá hjá stofnuninni. Vinnumálastofnun rekur átta þjónustuskrifstofur í kringum landið.    

Skilgreind náms- og virkniúrræði Vinnumálastofnunar falla undir eftirfarandi flokkun og er leitað eftir tilboðum sem fallið geta að þeim:   

  • Íslenskunámskeið fyrir erlenda atvinnuleitendur 
  • Sjálfstyrkingarnámskeið  
  • Starfsleitarnámskeið  
  • Starfstengd námskeið  
  • Tölvunámskeið.   

Athugið að listinn er ekki tæmandi.  Ef þú ert með námskeið eða úrræði sem þú telur að eigi erindi við atvinnuleitendur en fellur ekki undir flokk hér að ofan, þá getur þú engu að síður sent inn tilboð.  Atvinnuleitendur er fjölbreyttur hópur s.s. þeir sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins, flóttamenn og einstaklingar með skerta starfsgetu. 

Jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum er boðið að leggja inn tilboð. Vinnumálastofnun kaupir þjónustu af aðilum sem eru vottaðir og/eða samþykktir.   

Vottaður fræðsluaðili:

Vottaður fræðsluaðili er sá sem hefur hlotið formlega viðurkenningu ráðuneytis og annast raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og námskeiðahald í framhaldsfræðslu.

Samþykktur fræðsluaðili:

Samþykktur fræðsluaðili er sá sem stofnunin hefur samþykkt sem fullgildan fræðsluaðila til að annast þjónustu við atvinnuleitendur.   

Til þess að verða samþykktur fræðsluaðili af Vinnumálastofnun þarf viðkomandi að uppfylla hæfnisviðmið stofnunarinnar. 

Skilafrestur:

Tilboðum skal skilað í gegnum sérstakt umsóknarform fyrir 1.júlí 2024. 

Umsóknarform 

Vinnumálastofnun áskilur sér rétt til að taka eða hafna öllum tilboðum. Þjónustusamningar verða gerðir við þá bjóðendur sem samþykkt verður að ganga til samstarfs við. 

Fyrirspurnir sendist á virkni@vmst.is

 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni