Persónuvernd á vefnum

Þegar þú notar vef Vinnumálastofnunar verða til upplýsingar um heimsóknina. Vinnumálastofnun miðlar þeim ekki til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila. 


Notkun á vafrakökum

Svo kallaðar vafrakökur (e. cookies - sérstök skrá sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina) eru ekki notaðar á vefnum.  

Það er stefna Vinnumálastofnunar að nota vafrakökur sparlega og með ábyrgum hætti. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. 

Vinnumálastofnun notar Siteimprove til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. til að greina hvaða efni notendur sækjast mest eftir og fleira. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

SSL skilríki

Vefurinn notast við SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag. Það gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari. SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Var efnið hjálplegt?

Á heimasíðunnier hægt að skrá ábendingu um hvað megi betur fara á síðunni. Notendur geta gefið upp netfang sitt svo hægt sé leiðbeina þeim eða óska eftir frekari upplýsingum. Þessar skráningar eru geymdar í að hámarki hálft ár í vefumsjónarkerfinu. Skrár yfir þær eru afritaðar reglulega, netföngum eytt og athugasemdirnar geymdar í skjalakerfi (málaskrá).

Tölvupóstur til vefumsjónar

Hægt er að senda tölvupóst til vefumsjónar, postur@vmst.is  með ábendingar er varðar vefinn. Þeir tölvupóstar eru ekki geymdir.

Tenglar í aðra vefi

Á vef Vinnumálastofnunar er stundum vísað á vefi annarra stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Reglur Vinnumálastofnunar um öryggi notenda gilda ekki á vefjum utan hans. Vinnumálastofnun ber ekki ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika slíkra vefja. Vísunin þýðir heldur ekki að Vinnumálastofnun styðji eða aðhyllist nokkuð sem þar kemur fram.

Fyrirvari

Þótt leitast sé við að hafa upplýsingar á vef Vinnumálastofnunar réttar og í samræmi við nýjustu stöðu mála er ekki ávallt hægt að ábyrgjast að svo sé. Þetta á einnig við um tilvísanir og tengla í efni utan vefsins.


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni