Fréttir og tilkynningar 2024

Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi – Endurútreikningur greiðslna

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi. Breytingarnar fela í sér að hámarksgreiðslur verða hækkaðar í þremur skrefum úr 600.000 kr. á mánuði í 900.000 kr. á mánuði.

Lesa meira

Ársskýrsla Fæðingarorlofssjóðs vegna nýtingu réttinda fyrir árið 2023

Vinnumálastofnun hefur gefið út ársskýrslu Fæðingarorlofssjóðs vegna nýtingu réttinda fyrir árið 2023. Er þetta í þriðja skiptið sem skýrslan er unnin samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 144/2020. Við gerð skýrslunnar naut stofnunin aðstoðar Ph.D. Ásdísar Aðalbjargar Arnalds, forstöðumanns við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Lesa meira

Dómur Hæstaréttar um tekjur utan innlends vinnumarkaðar á viðmiðunartímabili

Þann 28. febrúar sl. féll dómur í Hæstarétti í máli nr. 24/2023 þar sem álitaefnið sneri að því hvort lög um fæðingar- og foreldraorlof brytu í bága við skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum. Í málinu sem stefnandi höfðaði gegn íslenska ríkinu var þess krafist að felldur yrði úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðu Fæðingarorlofssjóðs um útreikning greiðslna í fæðingarorlofi. Stefnandi hafði verið búsett og starfandi í öðru EES-ríki á tólf mánaða viðmiðunartímabili sem lauk sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns. Þar sem hún hafði ekki aflað tekna á innlendum vinnumarkaði á viðmiðunartímabilinu fékk hún greiddar lágmarksgreiðslur í samræmi við lög um fæðingar- og foreldraorlof. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Fæðingarorlofssjóður hefði ekki getað virt að vettugi skýr og afdráttarlaus fyrirmæli laga um fæðingar- og foreldraorlof við ákvörðun um útreikning greiðslna úr sjóðnum. Þau málsatvik sem voru til umfjöllunar í dómnum áttu sér stað í tíð eldri laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000.  Í núgildandi lögum nr. 144/2020 eru þau ákvæði sem á reyndi í málinu óbreytt. Hefur dómurinn því fordæmisgildi þegar kemur að útreikningi greiðslna til foreldra sem hafa ekki starfað á innlendum vinnumarkaði á viðmiðunartímabili.

Lesa meira

Reglugerðarbreyting vegna breytinga á fjárhæðum fyrir sorgarleyfi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingar á fjárhæðum greiðslna í sorgarleyfi og greiðslu sorgarstyrks á árinu 2024.

Lesa meira

Reglugerðarbreyting vegna breytinga á fjárhæðum í fæðingarorlofi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingar á fjárhæðum greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og fjárhæðum fæðingarstyrks til foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2024.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni