Flutningur á verkefnum til Vinnueftirlits ríkisins

Frá og með 1. janúar 2025 mun Vinnueftirlit ríkisins taka við því hlutverki sem Vinnumálastofnun hefur haft á grundvelli laga um útsenda starfsmenn og skyldur erlendra þjónustuveitenda, laga um starfsmannaleigur og laga um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í nóvember var 3,7%

Skráð atvinnuleysi í nóvember var 3,7% og hækkaði úr 3,4% frá október.

Lesa meira

Brottfall laga um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Um ármót munu lög um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks falla úr gildi. Frá og með 1. janúar 2025 geta fyrirtæki í vinnslustöðvun því ekki sótt um greiðslur hjá Vinnumálastofnun vegna hráefnisskorts. Í einhverjum tilfellum kunna starfsmenn fiskvinnslustöðva í vinnslustöðvun sækja um og eiga rétt á atvinnuleysistryggingum þann tíma sem vinnslustöðvun varir.

Lesa meira

Hópuppsagnir í nóvember 2024

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nóvember þar sem 75 starfsmönnum var sagt upp störfum á sviðum ferðaskrifstofna, Framleiðslu á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum, og við leigu á bifreiðum. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda í janúar 2025.

Lesa meira

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk.  Óskert desemberuppbót er 104.955.- krónur. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2024 og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2024.

Lesa meira

Lokað á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum verður lokuð vegna endurgerða  á þjónustuskrifstofu  þann 18. 9g 19. nóvember 2024. Athugið að símaver stofnunarinnar er opið. Opnum aftur miðvikudaginn 20. nóvember kl. 09:00. Hægt er að hafa samskipti við snjallmennið Vinný allan sólahringinn.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í október var 3,4%

Skráð atvinnuleysi í október var 3,4% og hækkaði úr 3,3% frá september.

Lesa meira

Hópuppsagnir í október

Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í október.

Lesa meira

Vegna nýbirtra talna Hagstofu Íslands um atvinnuleysi í september

Í dag birti Hagstofa Íslands tölur yfir atvinnuleysi í september þar sem fram kom að árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hafi tvöfaldast milli mánaða en nýleg mánaðarskýrsla Vinnumálastofnunar sýnir ekki sömu þróun.  

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í september var 3,3%

Skráð atvinnuleysi í september var 3,3% og hækkaði úr 3,2% í ágúst.

Lesa meira

Tilkynning um innheimtu hjá sýslumanni

 Vinnumálstofnun vekur athygli á því að í október hefst vinna við að senda kröfur til innheimtu hjá innheimtumiðstöðinni. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra sér um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysistrygginga fyrir Vinnumálastofnun. Um er að ræða kröfur sem stofnaðist til vegna ofgreiddra atvinnuleysistrygginga á árunum 2021-2023. Allir viðtakendur hafa áður fengið tilkynningu frá stofnuninni og áskorun um endurgreiðslur á árunum 2022-2024.

Lesa meira

Hópuppsagnir í september

 Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í september.

Lesa meira

Þú hefur skoðað 12 fréttir af 248

Sýna fleiri fréttir
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni