Skráð atvinnuleysi í janúar var 5,2% og jókst úr 4,9% í desember
Skráð atvinnuleysi var 5,2% í janúar og fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá desembermánuði.
Skráð atvinnuleysi var 5,2% í janúar og fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá desembermánuði.
Vegna óveðurs má gera ráð fyrir röskun á þjónustu hjá Vinnumálastofnun á morgun, mánudaginn 07. febrúar. Gera má ráð fyrir að þjónustuskrifstofur verði lokaðar fram eftir morgni og þá geta einnig verið raskanir á öðrum þjónustuleiðum eins og síma- og tölvusamskiptum.
Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í janúar þar sem 27 starfsmönnum var sagt upp störfum í gististaða- og veitingahúsarekstri. Uppsagnirnar taka gildi á tímabilinu febrúar til maí 2022.
Skráð atvinnuleysi var 4,9% í desember og var óbreytt frá nóvember. Alls fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 74 frá nóvembermánuði.
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember 2021.
Frá og með 3. janúar verða tímabundið einungis rafrænar þjónustuleiðir Vinnumálastofnunar opnar. Þetta er gert til að reyna að tryggja þjónustuna og öryggi starfsmanna og þjónustuþega. Þjónustuþegar geta fengið úrlausn sinna erinda með því að:
Frá og með deginum í dag. 27 desember verða allar þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar lokaðar tímabundið vegna COVID-19 veirunnar.
Vinnumálastofnun verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag. Dagana 27. til 30. desember er opið í þjónustuveri milli 09:00 og 15:00 á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar í Reykjavík og hjá Fæðingarorlofssjóði.
Vinnumálastofnun hefur verið falið að gera úttekt á starfsemi Hugarafls og hefur nú hafið undirbúning vegna úttektarinnar og er það í formlegu ferli.
Framkvæmdanefnd NET hefur nú úthlutað styrkjum úr Þróunarsjóði um atvinnu og menntun sem auglýst var í október. Auglýst var eftir umsóknum um styrki til kennslu hagnýts og starfstengds náms. Sjóðurinn var settur á laggirnar í tengslum við átak stjórnvalda til að mæta neikvæðum áhrifum COVID-19 faraldursins með það að markmiði að gera atvinnuleitendum kleift, einkum þeir sem hafa verið 12 mánuði eða lengur hjá Vinnumálastofnun að styrkja stöðu sína á íslenskum vinnumarkaði. Augýst var eftir umsóknum um kennslu hagnýts og starfstengds náms
Skráð atvinnuleysi var 4,9% í nóvember og var óbreytt frá október. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 78 frá októbermánuði. Sjá nánar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda.
Þú hefur skoðað 120 fréttir af 244
Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk. Óskert desemberuppbót er 104.955.- krónur. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2024 og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2024.
Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan atvinnuleysistryggingakerfisins reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu 2024 og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Uppbótin verður þó aldrei lægri en sem nemur 26.239 krónum.
Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk. Ef atvinnuleitandi var á atvinnuleysisskrá hluta af nóvember en afskráður fyrir 20. nóvember á hann rétt á uppbótinni svo lengi sem viðkomandi fékk greiddar atvinnuleysisbætur vegna nóvember eða tók út biðtíma.