Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk. Óskert desemberuppbót er 104.955.- krónur. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2024 og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2024.
Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan atvinnuleysistryggingakerfisins reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu 2024 og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Uppbótin verður þó aldrei lægri en sem nemur 26.239 krónum.
Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk. Ef atvinnuleitandi var á atvinnuleysisskrá hluta af nóvember en afskráður fyrir 20. nóvember á hann rétt á uppbótinni svo lengi sem viðkomandi fékk greiddar atvinnuleysisbætur vegna nóvember eða tók út biðtíma.